Sjö eru í framboði í stjórn Skipta, móðurfélags Símans og tengdra fyrirtækja, og vilja þeir setjast í fimm stjórnarsæti. Frestur til að skila inn framboði rann út í gærmorgun og verður hluthafafundur á þriðjudag í næstu viku. Morgunblaðið segir í dag heimildir herma að Sigríður Hrólfsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs, verði næsti stjórnaformaður Skipta. Hún njóti stuðnings Arion banka, stærsta hluthafa Skipta. Benedikt Sveinsson er nú formaður stjórnar skipta en hann sækist ekki eftir endurkjöri. Blaðið segir jafnframt Stefán Árni Auðólfsson héraðsdómslögmaður, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og Svala Guðmundsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bjóði sig fram til stjórnar Skipta

Þá segir Morgunblaðið að Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs og núverandi varaformaður stjórnar Skipta, Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og Dagný Halldórsdóttir sækist öll eftir endurkjöri. Blaðið segir ólíklegt að Dagný verði endurkjörin.

Morgunblaðið segir jafnframt að Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, sækist ekki eftir endurkjöri.