Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustusviðs breska bankans Tesco Bank. Sigríður, sem mun hefja störf hjá Tesco Bank þann 4. nóvember næstkomandi, hefur yfir 18 ára reynslu úr fjármálageiranum en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs Santanter í Bretlandi og starfaði þar á undan í 14 ár hjá American Express.

Sigríður er með doktorsgráðu í leiðtoga- og nýsköpunarfræðum frá viðskiptaháskólanum í Manchester auk þess að vera með MBA gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Tesco Bank starfar sem viðskiptabanki og er dótturfélag samnefndrar verslanakeðju sem er sú stærsta í Bretlandi. Bankinn var stofnaður árið 1997 sem samstarfsverkefni milli Tesco og Royal Bank of Scotland en frá árinu 2008 hefur bankinn verið að fullu í eigu Tesco.