Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur, aðstoðarríkislögreglustjóra, í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá og með 1. janúar 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 11. nóvember síðastliðinn.

Aðrir umsækjendur um embættið voru Alda Hrönn Jóhannsdóttir, löglærður fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík, og Halldór Frímannsson, sérfræðingur – lögmaður á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.