Þann 21. ágúst 2008 afhenti dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þar er jafnframt greint frá því að Sigríður Dúna er fyrsta konan til að gegna embætti sendiherra í Noregi frá því að sendiráð var stofnað þar árið 1947.

Í umdæmi sendiráðsins eru auk Noregs eftirtalin ríki: Egyptaland, Súdan, Libýa, Grikkland, Pakistan, Íran, Barein, Jemen, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmin.