Sigríður Finsen hefur verið ráðin til starfa sem aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar alþingismanns og forseta Alþingis.

Ráðningin er samkvæmt nýjum reglum um aðstoðarmenn þingmanna í Norðvestur- Norðaustur- og Suðurkjördæmum.

Sigríður hefur búið í Grundarfirði undanfarin 16 ár,  en er fædd og uppalin í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, BA prófi í hagfræði frá háskólanum í York í Englandi og MSC prófi í borga- og byggðafræðum frá London School of Economics 1985.

Hún hefur átt sæti í bæjarstjórn Grundarfjarðar undanfarin 10 ár,  þar af sl. 8 ár sem forseti  bæjarstjórnar og er nú um þessar mundir formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.