Sigríður Hrólfsdóttir rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Árvakurs hf. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sigríður lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1990 og MBA-námi frá University of California í Berkeley árið 1994. Að loknu námi starfaði Sigríður hjá Íslandsbanka, m.a. við fjárstýringu og miðlun.

Á árunum 1998 til 2004 starfaði hún hjá Eimskipafélagi Íslands hf., fyrst sem forstöðumaður fjárreiðudeildar en síðar sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Síðar starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjárfestinga- og fjármálasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni hf. en hefur einnig unnið sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Sigríður hefur störf 28. apríl.