Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf umboðsmanns viðskiptavina hjá Íslandsbanka. Hún tekur við af Þórleifi Jónssyni, sem lætur af störfum 1. mars næstkomandi. Sigríður mun hefja störf um miðjan janúar næstkomandi og starfa samhliða Þórleifi fyrst um sinn, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Sigríður hefur viðtæka og langa reynslu í fjármálamarkaði en hún starfar nú sem útibússtjóri Íslandsbanka í Mosfellsbæ og hefur sinnt því starfi síðan 2002. Þar áður hafði hún starfað sem sérfræðingur í markaðsdeild SPRON, var gæðastjóri hjá Íslandsbanka um tíma og starfaði einnig sem þjónustustjóri í útibúum bankans á Selfossi og Dalbraut.  Sigríður lauk prófi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi  í viðskiptastjórnun frá sama skóla árið 2008.