Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin til Símans og mun hún stýra sérverkefnum og heyrir beint undir forstjóra, segir í tilkynningu. Fyrst um sinn mun Sigríður aðallega vinna að innlendum og erlendum nýsköpunar verkefnum.

Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss frá árinu 2001 þar til hún lét af störfum nú nýverið. Sigríður var framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S, í Danmörku á árunum 1999 -2001. Hún stóð að undirbúningi og stofnun dótturfyrirtækis Tæknivals í Kaupmannahöfn, Tæknival AS og var meðeigandi í því fyrirtæki.

Hún var einnig á árunum 1997 ? 1999 forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. Sigríður hefur gegnt ýmsum stjórnendastörfum innan hugbúnaðargeirans frá árinu 1988.

Sigríður er með MBA gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig menntaður rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræðingur frá Óðinsvéum í Danmörku.

Sigríður mun hefja störf 1. september.