Stjórn Eskils ehf. hefur gengið frá ráðningu Sigrúnar Evu Ármannsdóttur í starf framkvæmdastjóra Eskils frá og með 1. janúar 2008 og tekur hún við starfinu af Sigrúnu Guðjónsdóttur sem lætur af störfum hjá félaginu.

Sigrún Eva hefur verið forstöðumaður fjármálalausnadeildar HugarAx ehf. (áður Hugur) síðastliðin þrjú ár. Þar áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Hug hf. og einnig á hugbúnaðarsviði EJS hf. þar sem hún stýrði verkefnum á sviði bankahugbúnaðar og veflausna. Sigrún Eva starfaði við kennslu við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík í nokkur ár og kenndi þar fög í tengslum við viðmótshönnun og notendamiðaða hugbúnaðagerð.  Sigrún Eva er með MSc gráðu frá tölvunarfræðiskor Heriot-Watt háskólans í Edinborg í Skotlandi og stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík.

Eskill ehf er hluti af samstæðu Teymi hf sem er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og upplýsingatækni og er skráð á aðallista OXM Nordic Exchange á Íslandi. Innan samstæðunnar eru dótturfélögin Vodafone, Kögun, Skýrr og EJS, HugurAx, Landsteinar Strengur og Kerfislausnir auk P/F Kall í Færeyjum, Mömmu, og SKO. Nánari upplýsingar um Teymi er að finna á www.teymi.is .