Sigrún Hjartardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Glitni. Sigrún tekur við starfinu af Völu Pálsdóttur sem verður í fæðingarorlofi fram á fyrri hluta næsta árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

Sigrún hóf störf hjá Glitni í febrúar 2007 fyrst sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði og en tók í september sama ár við starf verkefnastjóra innan Greiningar þar sem hún hafði umsjón með samþættingu starfsemi greiningardeilda Glitnis á Norðurlöndunum og í Rússlandi.

Sigrún starfaði sem alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst frá 2002-2005. Hún lauk BS námi í viðskiptafræði frá Bifröst 2002 og MA námi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Lundi í janúar 2007.

Sigrún er í sambúð með Elvari Vilhjálmssyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvo syni.