Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu. Sigrún Björk sem er hótelrekstrarfræðingur að mennt hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og ferðaþjónustu.

Sigrún var fyrst kvenna bæjarstjóri á Akureyri en undanfarin sjö ár hefur hún verið hótelstjóri hjá Icelandair hótelinu á Akureyri.

„Sinnum ehf býður upp á fjölþætta velferðarþjónustu til einstaklinga sem þurfa á einhvers konar þjónustu og aðstoð að halda til þess að geta búið heima eða við að lifa daglegu lífi, ýmist vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða vegna annarra persónulegra aðstæðna. Langir biðlistar eftir hjúkrunarheimilum hafa þau áhrif að kröfur aukast sífellt um alhliða heimaþjónustu og þar kemur tíu ára reynsla Sinnum að góðum notum“ er haft eftir Sigrúnu Björk í tilkynningu.