*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 7. maí 2018 15:30

Sigrún Ragna segir upp hjá Mannviti

Sigrún Ragna Ólafsdóttir hyggst láta af störfum sem forstjóri Manvits en hún hóf störf í desember.

Ritstjórn
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fráfarandi forstjóri Mannvits.
Haraldur Guðjónsson

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum. Sigrún Ragna tók við starfi forstjóra þann 1. desember síðastliðinn. Hún starfaði áður sem forstjóri VÍS og sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka.

„Það var spennandi og áhugavert að koma inn í fyrirtækið og kynnast nýrri atvinnugrein. Framtíðarsýn mín og lykileigenda fer þó ekki saman og því er best að ljúka þessu nú á sem farsælastan hátt. Ég óska öllu því góða fólki sem starfar hjá Mannviti góðs gengis og þakka fyrir samstarfið,“ segir Sigrún Ragna í tilkynningu.

„Við þökkum Sigrúnu kærlega fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ er jafnframt haft eftir Jóni Má Halldórssyni, stjórnarformanni Mannvits.