„Ég er nú ekkert sérstaklega dugleg að nota aukahluti en finn að eftir því sem aldur og þroski hefur færst yfir mig þá eykst áhuginn á þessum hlutum. Ég hef stundum sagt það í gríni við vinkonurnar að þessir hlutir séu brilliant til að draga athyglina frá manni sjálfum og þeim merkjum sem aldurinn hefur fært manni," segir Sigrún Ragna Ólafsdótt­ir, forstjóri VÍS en hún er ein af fjórum forstjórum sem leyfði Eftir vinnu að kíkja inn í fataskápinn.

Hvernig fatnaði klæðist þú venjulega í vinnunni og leggurðu mikið upp úr litríkum klæðnaði? „Við stelpurnar erum að því er mér finnst mjög heppnar og getum valið úr miklu úrvali af klæðnaði. Þægilegast finnst mér að vera í kjólum og pilsum. Ég hef verið frekar hefðbundin í fatavali en hef haft það að markmiði síðustu misserin að kaupa helst ekki svört föt og er árangurinn litríkari fataskápur sem er mjög skemmtilegt.“

Nánar er rætt við Sigrúnu Rögnu og þrjá aðra forstjóra í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem er komið út. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook .