Ráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Undanfarin átta ár hefur Sigrún Brynja verið forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.

Sigrún Brynja er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún diploma í verkefnastjórnun  og leiðtogaþjálfun og hefur hlotið alþjóðlega IMPA D-vottun í verkefnastjórnun. Sigrún Brynja á tvö börn.