Marel seldi í dag eigin hlutabréf í félaginu fyrir rúmar 37,8 milljónir króna. Um er að ræða 433.500 hluti sem seldir voru á genginu 87,27 krónur á hlut. Viðskiptin eru gerð til að uppfylla skilyrði um framkvæmd kaupréttarsamninga. Til samanburðar stendur gengi hlutabréfa Marel nú í 160,5 krónum á hlut. Það er tæpum 84% hærra.

Fram kemur í flöggun til Kauphallarinnar að Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, keypti 175 þúsund hluti eða sem nemur rétt rúmum 40% alls þess hlutafjár sem stóð til boða að kaupa. Kaupverð hans nam tæpum 15,3 milljónum króna. Markaðsverðmæti hlutarins er hins vegar næstum því helmingi meira eða 28 milljónir króna.

Þá kemur fram í flögguninni að Sigsteinn á eftir viðskiptin 675 þúsund hluti í Marel. Markaðsverðmæti þeirra nemur 108 milljónum króna.