Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Straums fjárfestingabanka hf.  Í tilkynningu frá bankanum, sem Morgunblaðið vísar til í dag, segir að Sigþór muni hefja störf 1. ágúst.

Sigþór var áður framkvæmdastjóri Landsbréfa og gegndi hann því starfi frá árinu 2012. Áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni hf. Sigþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun.