American Airlines hefur gengið frá samning um kaup á 47 Boeing 787 Dreamliner vélum fyrir millilandaflug. Í umfjöllun Bloomberg um málið segir að það sé mikið högg fyrir Airbus sem hefur freistað þess að ná betri fótfestu á bandaríska markaðnum, sem er jafnframt sá stærsti.

Heildarvirði samningsins fyrir Boeing er 12,3 milljarðar dala án tillits til afslátta sem reglulega eru veittir. Það samsvarar tæplega 1.220 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag.

Í gær tilkynntu American Airlines einnig að félagið hefði afpantað 22 Airbus A350 þotur.

Airbus hefur átt í erfiðleikum með að sækja frekar á hinn ameríska markað en þetta er í annað skipti á árinu sem Boeing hefur tekist að sannfæra viðskiptavin Airbus um að skipta yfir.