*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 17. maí 2013 18:45

Sigur Rós hefur selt sjö milljón plötur

Alls sóttu 300.000 manns tónleika Sigur Rósar á síðasta ári.

Ritstjórn

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós hefur selt um sjö milljónir eintaka af þeim sjö breiðskífum sem sveitin hefur gefið út á 19 ára líftíma sínum. Kemur þetta m.a. fram í tölulegri úttekt Fréttatímans á Sigur Rós.

Þar má líka sjá að fjórar rútur flytja liðsmenn hljómsveitarinnar, aðra tónlistarmenn og tæknifólk á milli staða á tónleikaferðum, en 25 tæknimenn fylgja sveitinni eftir, alls eru 45 manns í föruneyti Sigur Rósar þegar mest lætur og rútubílstjórar og bílstjórar taldir með.

Alls sóttu 300.000 manns tónleika Sigur Rósar á síðasta ári, en tónleikaferðin hófst um mitt árið. Þar af sáu 100.00 manns hljómsveitina spila í Evrópu og 150.000 manns sáu hljómsveitina spila í Bandaríkjunum.

Stikkorð: Sigur Rós