Sigurður Arnar Hermannsson hefur verið ráðinn útibússtjóri  Íslandsbanka í Hafnarfirði. Sigurður hefur starfað sem lánastjóri fyrirtækja frá 2016 í útibúi bankans í Laugardal.

Fyrir þann tíma starfaði Sigurður í rúm 12 ár hjá Landsbankanum meðal annars sem deildarstjóri, lánastjóri, aðstoðarútibússtjóri og staðgengill svæðisstjóra í Borgartúni þar sem hann þjónustaði lengst af lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá hefur hann verið í eigin rekstri á sviði fiskútflutnings.

Sigurður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistarapróf í viðskiptafræði frá Aarhus School of Business. Útibú Íslandsbanka í Hafnarfirði byggir á gömlum grunni en þar eru mörg þúsund viðskiptavinir í viðskiptum bæði einstaklingar, fyrirtæki og húsfélög segir í fréttatilkynningu frá bankanum.