*

mánudagur, 13. júlí 2020
Fólk 20. nóvember 2019 14:49

Sigurður Bjarnason ráðinn til Cubus

hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækið Cubus ræður til sín ráðgjafa í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna frá Ja.is og Gallup.

Ritstjórn
Sigurður Bjarnason hefur starfað í 12 ár hjá Ja.is, Gallup og við rágjöf hjá Exceptus og Capacent við allt sem viðkemur gagnavinnslu.
Aðsend mynd

Hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækið Cubus hefur nú ráðið til starfa Sigurð Bjarnason, en hann mun starfa sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna.

Sigurður hefur starfað í 12 ár við hönnun vöruhúsa gagna, skýrslugerðir, innleiðingar og gagnavinnslu. Hann kemur til Cubus frá Já.is og Gallup þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í viðskiptagreind. Þar sá hann m.a. um stjórnun og uppsetningu á nýjum hugbúnaði og verkferlum, ásamt smíðum við vöruhúss gagna og gagnaleiðsla. Áður var hann ráðgjafi bæði hjá Expectus og Capacent.

„Sigurður kemur inn með sérþekkingu í bakendavinnslu og ráðgjöf við vöruhús gagna, en sú þekking er vandfundin í dag,“ segir Stefán Rafn Stefánsson, einn af eigendum Cubus. „Hann hefur mikla reynslu af innleiðingu nýrra kerfa og ráðgjöf fyrir alls kyns fyrirtæki. Við tökum Sigurði fagnandi og við hlökkum til að fá hann inn í teymið.“

Fyrirtækið hefur bætt við sig þremur nýjum sérfræðingum á skömmum tíma og segir Stefán Rafn það vera lið í að efla til muna þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sem og að eiga betur kost á að vinna að nýjum tækifærum á markaðinum.

Stikkorð: Capacent Gallup Já.is Expectus Cubus Sigurður Bjarnason