*

sunnudagur, 19. september 2021
Fólk 20. október 2020 11:42

Sigurður Bjarni til Tryggja

Nýr viðskipta- og vörustjóri hjá Tryggja, Sigurður Bjarni Hafþórsson, starfaði í 16 ár hjá VÍS.

Ritstjórn
Tryggja er til húsa á Stórhöfða 23, en Sigurður Bjarni Hafþórsson, að neðan, tekur við sem viðskipta- og vörustjóri hjá fyrirtækinu.

Sigurður Bjarni Hafþórsson hefur verið ráðinn sem viðskipta- og vörustjóri á fyrirtækjasvið Tryggja þar sem hann mun sjá um vöruþróun og viðskiptastýringu fyrirtækja.  

Sigurður Bjarni hefur tæplega 20 ára reynslu við störf á tryggingamarkaði sem viðskipta- og vörustjóri fyrirtækja ásamt því að hafa gegnt stöðu forstöðumanns vörustjórnunar, áhættumats og forvarna fyrirtækja hjá VÍS.

Árið 2003 til 2004 starfaði hann sem verðbréfamiðlari hjá Kviku, en þar áður í tvö ár sem einkaþjálfari og leiðbeinandi hjá Hreyfingu. Árin 1998 til 2001 starfaði hann einnig sem verðbréfamiðlari, þá hjá Íslenskum verðbréfum.

Sigurður Bjarni er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, og kláraði hann það nám árið 1998.