Í áréttingu frá Sigurði Bollasyni segir að hvorki hann né félög á hans vegum hafi stöðu sakbornings. Sigurður hefur verið kallaður í skýrslutöku og segir að hann muni fúslega gefa skýrslu.

Meðal mála sem embætti sérstaks saksóknara rannsakar eru lánveitingar Landsbankans til Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa á hlutabréfum í bankanum.

Árétting frá Sigurði Bollasyni:

„Vegna frétta af rannsókn sérstaks saksóknara á Landsbanka Íslands, vill undirritaður taka fram, að hvorki ég persónulega né félög á mínum vegum hafa stöðu sakbornings.

Ég hef verið beðinn um að gefa skýrslu sem vitni sem ég geri fúslega.

Félag í minni eigu, Sigurður Bollason ehf., keypti hlut í Landsbanka Íslands. Beið ég mikið fjárhagslegt tjón af þessum viðskiptum.“