Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings fær ekki þá ósk sína uppfyllta að dómskvaddir matsmenn meti ákveðna þætti í máli slitastjórnar Kaupþings gegn honum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrir dóminum í morgun að beiðni um kvaðningu matsmanna hafi borist of seint.

Slitastjórn Kaupþings vill rifta þeirri ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings skömmu fyrir fall bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem bankinn veitti lán á sínum tíma.

Mál slitastjórnar gegn Sigurði var þingfest í héraðsdómi í september í fyrra. Lögmönnum Sigurðar hefur hins vegar ítrekað fengið því frestað og málið þvælst fram og til baka í dómskerfinu.

Ekki liggur fyrir hver næstu skref Sigurðar eru í málinu en talið er líklegt að hann áfrýju úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar. Eftir dóm Hæstaréttar heldur mál slitastjórnar gegn honum áfram.