Lögmenn fjórmenninganna í Kaupþingi sem sérstakur saksóknari hefur ákært í svokölluðu Al Thani-máli notuðu sumir hverjir sterk lýsingarorð í frávísunarkröfum sínum í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir telja rétt sinn hafa verið fyrir borð borinn og umfjöllun fjölmiðla óvægna.

Al Thani málið snýst í grófum dráttum um kaup fjárfestis á 5% hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum, annars vegar til Serval Trading, sem var í eigu Al-Thani, og hins vegar til félagsins Gerland, sem var í eigu Ólafs Ólafssonar.

VB sjónvarp ræddi við Sigurð Einarsson þegar hlé var gert á málflutningnum í héraðsdómi í dag. Hann var harðorður í garð embættis sérstaks saksóknara. Hann segir rannsóknina fáránlega og trúir ekki öðru en að málinu verði vísað frá. Sigurður segist ekki geta unnið á fjármálamarkaði á meðan málið hangi yfir honum.

Í Viðskiptablaðinu í dag er ítarlega fjallað um málsvörn Ólafs Ólafssonar, sem engan pening hafa farið út úr Kaupþingi í tengslum við viðskiptin. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.