*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 22. október 2014 09:39

Sigurður: Ekki ónýtt að vera verktaki hjá sérstökum

Lögmaður Sigurjóns Árnasonar segir sérstakan saksóknara ekki hafa byggt á sönnunargögnum í máli sínu heldur hermi og álitsgerðum.

Ritstjórn
Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður.
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar, segir í stöðuuppfærslu á Fasbók að embætti sérstaks saksóknara hafi ekki byggt á sönnunargögnum í markaðsmisnotkunarmáli þess gegn Sigurjóni og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans. Embættið hafi heldur byggt á hermi og álitsgerðum. Aðalmeðferð málsins í héraðsdómi lauk fyrir fáeinum dögum síðan.

Ekki ónýtt að vera verktaki hjá sérstökum

Sigurður gerir jafnframt álitsgerðir sem sérstakur saksóknari fékk frá Dönum nokkrum að umtalsefni. „Álitsgerðirnar hafði sérstakur keypt af tveimur Dönum og greitt hvorum fyrir sig 2.500 danskar krónur á klukkustund. Ekki ónýtt að vera verktaki hjá sérstökum,“ segir Sigurður.

Þá segir Sigurður að fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá embættinu hvað íslensku verktakar embættisins hafi á timann. „[M]enn eins og prófessor atvinnulífsins við HR, einhvers konar afbrotahönnuður, og lögfræðingurinn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hefur hjálpað við að koma saman ákærum.“