*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Fólk 25. september 2019 08:29

Sigurður Fjalar til Cubus

Cubus hefur ráði til sín Sigurð Fjalar Sigurðarson sem mun starfa sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna.

Ritstjórn
Sigurður Fjalar Sigurðarson er nýr ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna hjá Cubus.
Aðsend mynd

Hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækið Cubus hefur ráðið til sín Sigurð Fjalar Sigurðarson sem mun starfa sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsum gagna.

Fjalar hefur 20 ára reynslu af ráðgjöf, hugbúnaðarþróun og verkefnastjórnun í tölvuiðnaði, en síðustu tvö ár starfaði hann sem verkefniseigandi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WuXi NextCODE. Þar áður starfaði hann sem hugbúnaðarsérfræðingur og síðar sem verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun hjá Veðurstofu Íslands.

Hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði árið 2009 og þar áður B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði árið 2007 frá Háskóla Íslands. Nýverið bætti hann einnig við sig M.A. gráðu í ritlist frá sama skóla.

„Við hjá Cubus sérhæfum okkur í viðskiptagreind og áætlanagerð. Fjalar hefur reynslu af flestum sviðum upplýsingatækninnar og hefur sterkan bakgrunn í þjónustu og ráðgjöf í geiranum,“ segir Stefán Rafn Stefánsson, einn af eigendum Cubus.

„Eitt af meginmarkmiðum okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu og ráðgjöf sem völ er á. Ráðgjafateymið hjá Cubus tekur Fjalari því fagnandi og hlakkar til að vinna með honum á komandi árum.“