Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og einn nánasti ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í efnahagsmálum er hættur störfum innan Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í frétt Eyjunnar . Sigurður var formaður málefnanefndar Framsóknar.

Sigurður er hvað þekktastur fyrir störf sín sem formaður sérfræðingahóps sem var skipaður vorið 2013, um höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána, það sem er betur þekkt sem Leiðréttingin. Þar vann Sigurður náið með Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra. Hann starfaði einnig í sérfræðingahóp um losun fjármagnshafta.

Hann er með doktorspróf úr Oxford-háskóla og hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri MP banka. Hann er nú framkvæmdastjóri Kviku.

Í viðtali við Eyjuna segir Sigurður það eðlilegt og sanngjarnt að ný forysta veiti formanni málefnanefndar umboð og að þeim ástæðum segir hann af sér eftir að ný forysta flokksins var kosin.