*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 16. júní 2017 10:23

Sigurður Hreiðar til ÍV

Sigurður Hreiðar Jónsson hefur hafið störf sem verðbréfamiðlari hjá ÍV Markaðsviðskiptum og mun veita sviðinu forstöðu ásamt Hjörvari Maronssyni.

Ritstjórn
Sigurður er til vinstri á myndinni.
Aðsend mynd

Sigurður Hreiðar Jónsson hefur hafið störf sem verðbréfamiðlari hjá ÍV Markaðsviðskiptum og mun veita sviðinu forstöðu ásamt Hjörvari Maronssyni.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskum verðbréfum.

Sigurður Hreiðar hefur mikla reynslu sem verðbréfamiðlari á íslenskum fjármálamarkaði með störfum sínum fyrir Kaupþing, Íslandsbanka og Straum/Kviku á undanförnum 15 árum.  Sigurður er vélfræðingur og með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. 

Hjörvar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá árinu 2008 í eignastýringu og markaðsviðskiptum.