Ekki stendur til að breyta áætlunum Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) þótt afkoman hafi reynst betri en búist var við. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir umræðuna í kjölfar hlutafjárútboðs hafa verið neikvæða. Honum hefði þótt leiðinlegt hvernig félagið dróst inn í þá umræðu og benti á að gengi bréfa TM hefði ekki verið óeðlilegt í samanburði við skráð tryggingafélög á Norðurlöndum.