Sigurður Ingi Jóhannsson mun gegna embætti forsætisráðherra. Þetta var staðfest af honum og Bjarna Benediktssyni rétt í þessu.

Bjarni Benediktsson sagði að flokkarnir munu fara með sömu ráðuneytum og gert hefur verið og að skýr meirihluti liggi fyrir áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Einnig greindu þeir frá því að þingkosningar munu verða haldnar í haust en nákvæm dagsetning þeirra ræðst af framvindu þingmála að sögn Bjarna.

Greint verður frá því hvaða ráðherra muni gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Sigurðar Inga á morgun en ljóst verður af máli Bjarna og Sigurðar að hann verður úr röðum Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun því stíga til hliðar sem forsætisráðherra en gegna áfram embætti formanns Framsóknarflokksins og gerast óbreyttur þingmaður.

Spurður að því hvernig ríkisstjórnin mun bregðast við vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar sagði Bjarni Benediktsson: „Við munum bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni“.