*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 14. maí 2016 12:30

Sigurður Ingi grínast með eldfjöllin

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði brandara á hátíðarkvöldverði Barack Obama í gær.

Ritstjórn

Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hélt kvöldverðarboð fyrir ríkisleiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Þar voru meðal annarra samankomnir þeir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Athygli vakti að Sigurður Ingi sagði brandara við tilefnið - svo að Washington Post skrifaði um það á vefmiðli sínum í gær. Brandari Sigurðar var á þennan veg:

„Íbúafjöldi Íslands er um það bil þúsundfalt minni en íbúafjöldi Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það felum við okkur ekki á bak við það að vera ekki ofurveldi sem slíkt - því það sem okkur skortir í mannafla bætum við upp með eldfjöllum. Það eina sem við eigum eftir er að læra að miða þeim.“

Samkvæmt Washington Post var hlegið dátt að þessu gríni Sigurðar. Rasmussen og Obama sögðu sína eigin brandara sömuleiðis - en þeir snerust mestmegnis að því að gantast með sérstaka eiginleika Norðurlandanna.