*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 12. maí 2016 15:35

Sigurður Ingi heimsækir Obama

Forsætisráðherra Íslands mun fara í opinbera heimsókn til Barack Obama Bandaríkjaforseta á morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun sækja leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Hvíta húsinu í Washington á morgun þann 13. maí. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun þá jafnframt sækja fundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu.

Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Sigurðar Inga í embætti sínu sem forsætisráðherra, en eins og flestum er kunnugt tók hann við embættinu af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir að upp komst að Sigmundur og kona hans Anna Sigurlaug voru nefnd í Panama-skjölunum sem fjallað hefur verið um síðustu mánuði.