Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir stöðu forsætisráðherra í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Greint hefur verið frá því að Sigmundur Davíð sé staddur erlendis í einkaerindum. VB.is hefur ekki upplýsingar um ástæður fjarveru Bjarna Benediktssonar.