„Ef við tækjum tekjuskattinn út fyrir sviga, þá væri hægt að setja upp kerfi, þar sem að allir borguðu 25% skatt upp að 970 þúsund og eftir það væri 43% skattur. Samhliða þessu yrðu barnabætur stórauknar. Þetta myndi styrkja það mjög að við værum með öfluga millistétt í landinu,“ þetta segir Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra í viðtali við Kastljós í gær.

Hann vill með þessu auka jöfnuð á landinu.

Þarna vísar hann í hugmyndir frá Samráðsvettvangni um aukna hagsæld sem að vann tillögur upp úr skýrslum frá OECD, Alþjóðabankanum og alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hægt er að lesa nánar um samráðsvettvanginn hér .