*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 1. janúar 2017 12:42

Sigurður Ingi telur vexti of háa

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu í gær að Seðlabankinn þyrfti að lækka vexti og koma að samstillingu í hagstjórn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að mikilvægt væri að Seðlabanki Íslands lækkaði vexti og kæmi á samstillingu í hagstjórn, til að koma í veg fyrir að illi fari. Þetta kemur einnig fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Sigurður Ingi tók fram að hann óttast það að sagan gæti að einhverju leyti endurtekið sig, þar sem að gengi krónunnar hafi hækkað um tugi prósenta á nokkrum árum. Hann gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands og sagði vexti of háa. Helsti gallinn við það að mati Sigurðar Inga er sá að gjaldeyrismarkaður væri þá annað hvort ofalinn eða vannærður.

Jafnframt tók forsætisráðherra fram að mikilvægt væri að grípa í taumana hið fyrst til að koma í veg fyrir frekari gengisstyrkingu og til að koma því í veg fyrir að íslensk framleiðsla verði enn ósamkeppnishæfari í útlöndum. 

Stikkorð: efnahagsmál vextir Sigurður Ingi háir