Sigurður Ingvar Ámundason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs KORTA. Hann tekur við starfinu af Sigtryggi Árnasyni sem hefur ákveðið að horfa til annarra starfa, samkvæmt fréttatilkynningu KORTA.

Sigurður er með reynslu af störfum í færsluhirðingu en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Rekstrar- og þróunarsviðs hjá Valitor. Sigurður er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ég vil þakka Sigtryggi fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf. Sigurður kemur inn í félagið á spennandi tíma og munu kraftar hans nýtast okkur vel í þeirri uppbyggingu sem er fyrir höndum,” er haft eftir Jakobi Má Ásmundasyni, forstjóri KORTA.

„Eins og fram hefur komið verður umfang starfseminnar hér á landi efld til muna á næstu misserum vegna kaupa Rapyd á félaginu. Það stendur til að fjárfestinga töluvert í þróun á greiðslumiðlunarlausnum félagsins. Sigurður þekkir vel til færsluhirðingar og vöruþróunar, og er því frábær liðstyrkur fyrir KORTA.“