*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 21. október 2019 12:17

Sigurður Kári til Landsbankans

Sigurður Kári Tryggvason gengur til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Ritstjórn
Sigurður Kári Tryggvason er nýr lögfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans.
Aðsend mynd

Sig­urður Kári Tryggva­son lögmaður hef­ur verið ráðinn til starfa hjá Fyr­ir­tækjaráðgjöf Lands­bank­ans. Sig­urður Kári hefur starfað sem lög­fræðing­ur hjá Al­menna líf­eyr­is­sjóðnum frá ár­inu 2016.

Áður starfaði hann sem full­trúi hjá LEX lög­manns­stofu árin 2011-2015, var í starfs­námi hjá EFTA-dóm­stóln­um á ár­inu 2013 og sat í stjórn Lands­bréfa 2011-2012. Hann starfaði áður hjá Lands­bank­an­um á ár­un­um 2009-2011 við lög­fræðiráðgjöf, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Sig­urður Kári er héraðsdóms­lögmaður, með LL.M. gráðu frá laga­deild Duke-há­skóla í Banda­ríkj­un­um og mag. jur. gráðu frá Laga­deild Há­skóla Íslands.

Stikkorð: Landsbankinn