Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair, keypti hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 13,7 milljónir króna í dag. Um var að ræða 2,5 milljónir hluta sem hann keypti á genginu 5,48 á hlut, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Alls skiptu fjórar milljónir hluta í Icelandair um hendur í dag og nema kaup Sigurðar því 62,5% af heildarviðskiptum með bréf félagsins í dag. Eftir kaupin á Sigurður tæpar sjö milljónir króna að nafnvirði í félaginu og er markaðsvirði þeirra bréfa nú um 38,3 milljónir króna.