*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 6. nóvember 2013 17:17

Sigurður Líndal er formaður nýrrar stjórnarskrárnefndar

Forsætisráðherra skipaði nýja stjórnarskrárnefnd í dag. Hún er skipuð fulltrúum allra þingflokka.

Ritstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipaði í dag nýja stjórnarskrárnefnd í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar. Í nefndinni sitja fulltrúar tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sigurður Líndal, formaður nefndarinnar, er skipaður af forsætisráðherra án tilnefningar.

Samkvæmt samkomulagi þingflokka frá í sumar skal nefndin hafa hliðsjón af vinnu undanfarinna ára um efnið, m.a. tillögum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar, niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og starfi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfaði 2005-2007. Þá er ætlunin að nýlegar stjórnarskrárbreytingar í nágrannalöndum verði einnig hafðar til hliðsjónar,