Sigurður Nordal, sem hefur verið fréttastjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu síðastliðin fjögur ár hefur látið af störfum hjá blaðinu. Sigurður er hagfræðingur að mennt en hann hefur gengt ýmsum stjórnunarstöðum á fjármálamarkaði meðal annars hjá Seðlabanka Íslands, FBA, Íslandsbanka, Kaupþingi og Exista.

Stefán Einar Stefánsson, sem hefur verið aðstoðarritstjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu mun taka við sem fréttastjóri. Stefán Einar hefur starfað hjá Morgunblaðinu frá byrjun árs 2015 en áður gengdi hann formennsku í VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna.

Greint var frá því fyrr í dag að Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins hafi verið sagt upp á blaðinu eftir að hafa starfað hjá blaðinu í 40 ár.