Hjónin Sigurður Bollason og Nanna Ásgrímsdóttir, bæta við sig hátt í einu og hálfu prósenti í Sýn með því að gera framvirka samninga sem taka gildi því á morgun 31. október til og með 29. nóvember. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hækkaði gengi bréfa Sýnar um 2,39% í viðskiptum dagsins í dag.

Kaupin eru gerð í gegnum félagið Res II ehf., og eignast þau þar með 6,04% hlut í Sýn, en fyrir áttu þau 4,62% bréfa félagsins, eða um 13,7 milljón hluta, en munu eiga 17,9 milljón hluta eftir viðskiptin.

Heildarverðmæti hlutanna miðað við 25,70 króna lokagengi bréfa í félaginu í dag nemur rétt rúmlega 460 milljónum króna, en þau hafi átt fyrir bréf að verðmæti tæplega 352 milljóna króna, svo viðskiptin nú eru að verðmæti um 108 milljóna króna.