Sigurður Óli Ólafsson er hættur sem forstjóri samheitasviðs Teva Pharmaceutical Industries Ltd. Sigurður hefur starfað sem forstjóri frá árinu 2014. Dipankar Bhattacharjee tekur við stöðu Sigurðar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017.

Teva er ísraelsk samheitafyrirtæki en Sigurður var ráðinn í kjölfar fyrirtækisins á Actavis, dótturfélags Allegran. Teva keypti Actavis í ágúst á þessu ári fyrir 33 milljónir dollara í viðbót við 100 milljón hlutabréf í Teva. Sigurður var áður forstjóri Actavis á árunum 2008 til 2010.

Hlutabréf Teva í Tel Aviv kauphöllinni hafa lækkað um 3,63% í kjölfar fregna um brotthvarfs Sigurðar Óla. Haft er eftir honum í frétt ísraelska viðskiptamiðlisins Globes að hann sé stoltur af þeim ótrúlega árangri sem að fyrirtækið hafi náð síðan hann tók við. Hann er jafnframt þakklátur fyrir stuðninginn sem að hann hefur fengið frá starfsliði Teva og telur fyrirtækið vel staðsett innan geirans.