Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri samheitalyfjasviðs ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva, vann til verðlauna sem leiðtogi ársins á árlegum verðlaunum blaðsins Generics Bulletin.

Teva er með starfsemi í um 60 löndum og selur sérlyf, samheitalyf, lausasölulyf auk hráefna til lyfjagerðar.

Tveir aðrir Íslendingar voru einnig tilnefndir til sömu verðlauna, en það voru Róbert Wessman hjá Alvogen og Valur Ragnarsson hjá Medis.