Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson.

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, sonur Ingibjargar Pálmadóttur og stjúpsonur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vinnur að því að opna íþróttavöruverslun í Smáratorgi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun skrifstofuvöruverslunin A4 minnka við sig í Smára- torgi og afhenda Sigurði Pálma stóran hluta af húsnæði sínu um miðjan mánuðinn.

„Það er bara verið að skoða þetta,“ sagði Sigurður Pálmi í samtali við Viðskiptablaðið þegar hann var inntur eftir þessu, en vildi ekkert ræða nánar um málið.

Sigurður Pálmi er fæddur árið 1982 og hefur undanfarin ár numið hagfræði við New York-háskóla.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Jón Ásgeir aðstoðað við undirbúning verslunarinnar en aðspurður um það sagðist Sigurður Pálmi fullfær um að setja upp verslun sjálfur.

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ingibjörg Pálmadóttir, móðir Sigurðar Pálma, og Jón Ásgeir Jóhannesson.