Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og stórmeistari íslensku fálkaorðunnar, hefur svipt Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings rétti til að bera fálkaorðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu Forseta Íslands.

Samkvæmt forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005 þá getur stórmeistari, að ráði orðunefndar fálkaorðunnar, svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.

Sigurði var veitt fálkaorðan þann 1. janúar 2007 fyrir „fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi“. Sigurður var hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í febrúar sl. sem hann afplánar nú á Kvíabryggju.