„Þær ávirðingar eru jafninnantómar og þær sem SFO hefur núna látið niður falla,“ er haft eftir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, um þær rannsóknir sérstaks saksóknara sem að honum snúa í Fréttablaðinu í dag. Eins og greint var frá í gær hefur breska efnahagsbrotalögreglan hætt rannsókna á Kaupþingi og segist Sigurður fagna þeirri niðurstöðu þó hann lýsi vonbrigðum yfir því hve langan tíma það tók.

Haft er eftir Sigurða að þau gögn sem hann hafi séð um rannsóknina og snúi að honum hafi verið „þvílík endemis þvæla og skáldskapur.“

Sigurður er meðal þeirra sem ákærðir hafa verið af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í hinu svokallaða Al Thani máli. „Ég treysti því að það sé stutt í að sérstakur saksóknari sjái sóma sinn í því - eins og SFO hefur gert - að falla frá rannsókn sinni,“ segir Sigurður.