Í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið , dagana 21. til 28. september, kemur fram að af þeim sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn styðja 52% Sigmund Davíð Gunnlaugsson til áframhaldandi formennsku í flokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson nýtur stuðnings 37% kjósenda Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir 11%.

Málið horfir öðruvísi við þegar afstaða stuðningsfólks annarra flokka er skoðuð. Þar kemur í ljós að 57% stuðningsmanna Samfylkingar, 53% stuðningsmanna Viðreisnar og 44% stuðningsmanna Pírata telja Sigurð Inga best til þess fallinn að verða næsti formaður Framsóknarflokksins. Lilja Alfreðsdóttir nýtur mest fylgis meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Vinstri-grænna, en 35% viðreisnarmanna og 32% Vinstri-grænna telja hana besta kostinn.

Meðal sjálfstæðismanna nýtur Sigmundur Davíð stuðnings 23%, Lilja 30% og Sigurður Ingi 42%.

Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .