Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar var síðasta föstudag og í tilefni þess væerður rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Sigurgeir Brynjar fjallaði í ræðu sinni um mismunun sjávarútvegsins gagnvart öðrum atvinnugreinum og skráningu félagsins í Kauphöllinni.

Að því loknu verður rætt við Benedikt Sigurðsson, stjórnarformann KEA, um tilboð félagsins um tilflutning á ríkisstofnunum norður fyrir heiðar. Í lok þáttarins verður síðan rætt við Ingólf Bender, forstöðumann Greiningar Íslandsbanka, um skilaboð seðlabankans með gjaldeyriskaupum sínum og stöðu krónunnar.