*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 1. nóvember 2017 16:13

Sigurhjörtur lætur af störfum

Sigurhjörtur Sigfússon lætur af störfum sem forstjóri Mannvits.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sigurhjörtur Sigfússon hefur látið af störfum sem forstjóri Mannvits að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Mannviti. Stjórn Mannvits þakkar honum fyrir gott og árangursríkt starf fyrir félagið síðastliðin ár. Jón Már Halldórsson stjórnarformaður Mannvits mun sinna skyldum forstjóra þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs forstjóra.

"Rekstur félagins er traustur og bjartir tímar framundan hjá félaginu. Ég vil þakka frábæru starfsfólki og stjórn félagsins fyrir samstarfið á liðnum árum." er haft eftir Sigurhirti í fréttatilkynningunni. Sigurhjörtur tók við stöðu forstjóra árið 2014 en þar áður hafði hann starfað sem fjármálastjóri Mannvits frá árinu 2012. 

Stikkorð: forstjóri mannvit
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is