Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna í héraðsdómi Reykjavíkur.

Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns, segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann muni áfrýja dómnum. Sigurjón var ákærður fyrir að hafa handsýrt verði á bréfum í Landsbankanum með viðskiptum í Kauphöll í tæpt ár fyrir hrun. Af þeim 228 dögum sem ákæruvaldið vildi að Sigurjón og þrír aðrir sem yrðu dæmdir fyrir féllst dómurinn á að sakfella fyrir fimm þeirra.